mánudagur, 27. nóvember 2006

Enn af eldavél. Þeir komu hér í gær til að setja hana í samband fyrir mig, tengja gas og annað en neita núna að gera það vegna þess að rafmagnið hjá okkur er ekki rétt. Hvað svo sem það nú þýðir. Málið er að gæjinn sem kom á föstudaginn sagði ekkert um að rafmagnið væri ekki samkvæmt standard og staðli og er því annaðhvort búinn að eyða fyrir okkur tíma, ég hefði getað sorterað rafmagnið áður en þeir komu í gær eða þá að hann hafði í hyggju að tengja eldvélina án þess að fylgja Evrópustaðli. Hvort heldur sem er þá er ég ekki ánægð og er núna á leið í verlsunina til að kvarta all svakalega. Ég ætla að láta þá borga fyrir rafvirkjann.

Gleðilegra er svo að við hjónin ætlum svo að skilja Láka eftir hjá tengdó og fara í bæjarleiðangur til að kaupa jólagjafir handa honum. Helst til snemmt segið þið ef til vill, en það kom í ljós að þetta er eini dagurinn sem við höfum saman núna fram að jólum, við erum upptekin í öðru allt til 24. des. Að hugsa með sér.

þriðjudagur, 21. nóvember 2006

Hér komu menn með eldavél handa mér síðasta föstudag, en neituðu að tengja gasið þar eð við værum með bráðhættulegan gasleka sem þurfti að gera við med de samme. Hér hafði komið maður frá British Gas í september til að gera rútínu viðhald og hafði skilið svo við sig að við erum búin að vera í lífshættu síðan í september. Að hugsa með sér! Við lekann var gert svo allt er í key núna en gæjarnir gátu ekki beðið þannig að nú situr hér ægilegur kassi, yfirfullur af eldavél og enginn getur komið fyrr en næsta sunnudag. Þetta er nú meiri sagan. Allavega, við megum búast við skaðabótum frá BG þannig að svona þegar á allt er litið (þ.e. að við erum enn öll sprelllifandi) þá er það bara besta mál.

Haldiði ekki að Wrexham sé ekki orðin menningarborg, hér opnuðu tvö kaffihús um helgina, eitt svona fjölskyldurekið meða voða djúsí heimabökuðum kökum og svo Caffé Nero sem er svona keðja eins og Starbucks. Þannig að nú er hægt að fá kaffi í Wrexham sem er ekki instant. Ótrúlegt en svona þeysir tíminn áfram, allir verða að fylgjast með tískunni, meira segja líka Wrexhambúar. Ég er að hugsa um að stoppa þar við braðlega, ég sá auglyst "White chocolate mocha espresso" Hversu vel hljómar það? Sérstaklega fyrir fólk eins og mig sem finnst hvítt súkkulaði betra en brúnt. (Eða heitir það þá bara súkkulaði? Discuss)
Og jólaljósin glitra í myrkrinu, allir spyrja hvort ég sé tilbúin fyrir jólin. Er eitthvað að hjá fólki, það er nóvember, auðvitað er ég tilbúin með þetta allt saman! Djísús kræst mar.

mánudagur, 20. nóvember 2006


Eg aetlad ad blogga svakalega nuna en tha er bloggerinn i fylu ut i mig! Typiskt. Reynum aftur sidar, en a medan her er Lukas i haustlitunum. Posted by Picasa

fimmtudagur, 16. nóvember 2006

Nú er víst hægt að koma inn í Þolló á nýjan og betri hátt. Ég er ekkert sérlega hrifin af þessum breytingum öllum, það er alltaf skrýtið að koma heim og sjá hvað allt hefur breyst en mér finnst nú eiginlega einum of að fá ekki að keyra í gegnum bræðslufýlu og frystihús. Fólki fer jafnvel að fara að finnast Þolló fallegur staður! Það eru bara hörðustu hafnarbúar sem mega finnast það. Ég bið kannski pabba bara um að keyra gamla innganginn næst þegar ég kem.

Tjú tjú! Dagur tvö...

miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Þær hringdu í mig í morgun úr leikskólanum hans Láka og sögðu að hann mældist með 39 stiga hita. Ég rauk til og náði í hann og fór með heim. Við erum síðan bún að sitja á gólfinu og leika með lestarnar hans. Ég sé engin merki neins lasleika, nei, hann hefur endalausa orku, tjú tjú! tjú tjú mummy tjú tjú! Plís viltu ekki fá þér smá lúr? þú ert svo veikur, no fanks, meiri lest, tjú tjú! Sex klukkutímar eru eiginlega alveg nóg fyrir mig. Ég held að hann sé ekkert veikur. Kannski voru þær bara búnar að fá nóg af lestum á leikskólanum....

mánudagur, 13. nóvember 2006

Við Lúkas fórum í skírn í gær, Anwen Pheobe Jones var tekin í hóp kristinna manna með pompi og pragt. Ceri og Dion, foreldrar hennar buðu svo til veislu á Coach and Horses sem er local pöbbinn okkar. gaman að fara í skírnarveislu á pöbb, enda létu menn ekki segja sér tvisvar að fá sér bjór í glas. Mér finnst þetta voða sniðugt að fagna þessu svona, fékk mér nú reyndar bara kók sjálf, enda orðin svo léleg að einn bjór svæfir mig bara og er svo rykug í haus lengi á eftir.

Ég er svo að reyna að mála í dag. Ég þarf að setja lag af sérstaklega vatnsblandaðri málningu á gipsið fyrst og svo mála yfir það með venjulegri mánlingu. Mér reiknast til að ég ætti að vera búin að þessu fyrir jól með þessu áframhaldi, Lúkas er ekkert sérstakelga hjálplegur ef ég á að segja satt og rétt frá.

þriðjudagur, 7. nóvember 2006


L?kas og Thomas the Tankengine. Posted by Picasa

T?lvusnillingur Posted by Picasa
Við erum búin að eignast nýja myndavél , þannig að ég er búin að vera á fullu að taka myndir til að læra á vélina, en get núna ekki for the life of me munað hvernig ég setti myndir á bloggið í gegnum hello. Ég er búin að reyna og reyna en þeir segja mér bara að ég sé einhver spam kelling og vilja ekkert við mig tala. Ég þarf að búa til nýtt albúm á netinu svo þið getið séð allar myndirnar sem ég er að taka af Lukku Láka. Hann hélt upp á 3ja ára afmælið á sunnudaginn, með frændum og frænkum báðu megin frá sem var æðislegt. Það var svo gaman að hafa litlu Manchester fjölskylduna hér í afmælinu. Allir skemmtu sér vel nema kannski amma hans Dave, hún náttúrulega borðar ekki svona "foreign muck" sem útlendingurinn býður upp á, og svo fannst henni sérlega skrýtið að við værum ekki í skóm, gvuðaði upp yfir sig þegar hún sá að Arnar var á sokkaleistunum, "my god the man has no shoes!" Þá fannst mér að ég þyrfti að segja eitthvað og lét hana vita að við Íslendingar myndum ekki vaða á skítugum skónum inn í annarra manna hús! Alla vega Lúkas var æstánægður með partýið, fékk fullt af lestum og lestarteinum (stofan hjá mér er ein allsherjar brautarstöð núna) og býður núna bara spenntur eftir jólunum.

Ég er búin að fá rauðan jólakjól, og eru mörg ár síðan ég fór síðast í nýjan kjól um jólin, hvað þá rauðan. Mikið skemmtilegt það. Svo er ég líka búin að fá eina jólagjöf; nýja eldavél, þannig að jólagrísinn verður geggjaður í ár. Lukkan yfir mér alltaf hreint.