Hér komu menn með eldavél handa mér síðasta föstudag, en neituðu að tengja gasið þar eð við værum með bráðhættulegan gasleka sem þurfti að gera við med de samme. Hér hafði komið maður frá British Gas í september til að gera rútínu viðhald og hafði skilið svo við sig að við erum búin að vera í lífshættu síðan í september. Að hugsa með sér! Við lekann var gert svo allt er í key núna en gæjarnir gátu ekki beðið þannig að nú situr hér ægilegur kassi, yfirfullur af eldavél og enginn getur komið fyrr en næsta sunnudag. Þetta er nú meiri sagan. Allavega, við megum búast við skaðabótum frá BG þannig að svona þegar á allt er litið (þ.e. að við erum enn öll sprelllifandi) þá er það bara besta mál.
Haldiði ekki að Wrexham sé ekki orðin menningarborg, hér opnuðu tvö kaffihús um helgina, eitt svona fjölskyldurekið meða voða djúsí heimabökuðum kökum og svo Caffé Nero sem er svona keðja eins og Starbucks. Þannig að nú er hægt að fá kaffi í Wrexham sem er ekki instant. Ótrúlegt en svona þeysir tíminn áfram, allir verða að fylgjast með tískunni, meira segja líka Wrexhambúar. Ég er að hugsa um að stoppa þar við braðlega, ég sá auglyst "White chocolate mocha espresso" Hversu vel hljómar það? Sérstaklega fyrir fólk eins og mig sem finnst hvítt súkkulaði betra en brúnt. (Eða heitir það þá bara súkkulaði? Discuss)
Og jólaljósin glitra í myrkrinu, allir spyrja hvort ég sé tilbúin fyrir jólin. Er eitthvað að hjá fólki, það er nóvember, auðvitað er ég tilbúin með þetta allt saman! Djísús kræst mar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli