mánudagur, 27. nóvember 2006

Enn af eldavél. Þeir komu hér í gær til að setja hana í samband fyrir mig, tengja gas og annað en neita núna að gera það vegna þess að rafmagnið hjá okkur er ekki rétt. Hvað svo sem það nú þýðir. Málið er að gæjinn sem kom á föstudaginn sagði ekkert um að rafmagnið væri ekki samkvæmt standard og staðli og er því annaðhvort búinn að eyða fyrir okkur tíma, ég hefði getað sorterað rafmagnið áður en þeir komu í gær eða þá að hann hafði í hyggju að tengja eldvélina án þess að fylgja Evrópustaðli. Hvort heldur sem er þá er ég ekki ánægð og er núna á leið í verlsunina til að kvarta all svakalega. Ég ætla að láta þá borga fyrir rafvirkjann.

Gleðilegra er svo að við hjónin ætlum svo að skilja Láka eftir hjá tengdó og fara í bæjarleiðangur til að kaupa jólagjafir handa honum. Helst til snemmt segið þið ef til vill, en það kom í ljós að þetta er eini dagurinn sem við höfum saman núna fram að jólum, við erum upptekin í öðru allt til 24. des. Að hugsa með sér.

Engin ummæli: