mánudagur, 4. desember 2006

Þegar Dave var 21 fékk hann sýkingu í hjartað og þurfti að vera á spítala um tíma til að jafna sig. Ég held að hann viti enn ekki almennilega hvað var að enda hefur hann aldrei getað útskýrt þetta fyrir mér svo ég skilji. Allavega, hann er núna búinn að vera með verk í hjartanu í nokkra daga, og ég fann það í gærkvöldi að hann var orðinn hræddur því hann sagði góða nótt á þann hátt að ég held að hann hafi verið að hugsa að hann væri dauður þegar hann vaknaði. Allavega hann fór engu að síður í vinnu í morgun og ég og Lúkas erum hér heima. Hann hringdi svo rétt áðan og sagði að hann væri að fara á bráðamóttöku til að láta líta á sig. Ég sit því hér heima og bíð eftir að heyra frá honum.

Engin ummæli: