föstudagur, 28. nóvember 2003

Lúkas þorlákur dafnar vel og vendilega, enda ekki vid odru ad buast en ad eg framleidi rjomais ofan i hann. þetta er nu einu sinni eg sem vid erum ad tala um. &thegar hjukka kom til ad vigta hann fyrir viku byrjadi hun a ad vara okkur vandlega vid þvi ad hann vaeri orugglega lettari en thegar hann faeddist. En onei, onei, hann var buin ad baeta a sig einum 400 grommum. Sama sagan i gaer thegar hun kom, aftur 400 gromm. Hann er sumse ordin 4.2 kg nuna.

Sjalf er eg ekki jafn blomleg, komin med leidinda sykingu i skurdinn og fekk fukkalyf i dag. Eg er ekki spennt fyrir theim oskopum, enda a Lúkas ad fa nidurgang og leidindi af lyfjunum. En ekki get eg heldur gengid um med uldid sar a mallanum. Morolsk klemma sem eg er buin ad koma mer i her.

I frettunum i gaer var skyrt fra nyjasta aedinu her medal breskra. Nu er enginn madur med monnum nema hann se med heitan pott UTI i gardi og fari i pottinn ad VETRI TIL! Thykir thetta svo skrytid hattalag ad thad var frettnaemt. Eg sat hlaejandi fyrir framan sjonvarpid, eg get ekki sed ad thad se nein onnur leid til ad njota thess ad vera i heitum potti, onnur en undir stjornubjortum vetrarhimni, med thykkt snjolag i a jordinni og gufuna af hietu vatninu allt i kring. Dave endurtok bara thad sem hann segir stundum, ad vid seum oll klikk. Eg opnadi hardfiskpakka og passadi ad Lúkas finndi lyktina svona til ad venja hann vid strax.

Eg for i sma gongutur med Shirley i gaer. Vid pokkudum Lúkasi og Joshua hennar nidur i vagna og roltum um thorpid. Fyndid ad their heiti badir svona bibliunofnum. Their eru svo reyndar badir Jones en tho mer finnist thad snidugt tha eru vist meiri likur a thvi ad their heiti Jones en ad annar theirra hafi eitthvad annad eftirnafn. Mer fannst reyndar lika rosalega fyndid ad eg gerdi mer stefnumot vid adra mommu og vaeri uti a rolti med barnavagn. En thad hlytur ad venjast. Sem betur fer tha er Shirley lika mjog ad minu skapi, vid erum badar jafn hissa a thessari stodu sem vid erum i. Hun hafdi ekki planad barneignir frekar en eg. Hvad um thad, a thessu rolti okkar gengum vid fram a baejarstjorann her i Rhos sem, umkringdur barnakor, hafdi hugsad ser ad kveikja a jolaljosunum a Market Street. Thad tokst efitr nokkrar tilraunir og allir kloppudu. Thad minnti mig a ad eg tharf ad fara ad koma af stad "Mission impossible", thad er ad fa Dave til ad hjalpa mer ad hengja gerfigreni og ljosaseriu i kringum utidyrahurdina. Hann er ekki mikill jolakall, og i ofan a lag serlega ohandlaginn. Eg myndi gera thetta sjalf en er bara ekki alveg nogu hress til ad klifra upp stiga og teygja mig hingad og thangad. Thvi midur. Svo er thad ad bua til adventukrans og sma lauma upp einni og einni skreytingu. Malid er samt ad barnid tekur allan minn tima, eg bara hreinlega veit ekki alveg hvernig eg a ad fara ad thvi ad gera allt sem eg aetladi ad gera. Aetli ad hreingerningin fai ekki ad sitja a hakanum...En upp skal thetta, eg aetla ad hafa fallega skreytt hus og fa Dave til ad finnast jolaskraut fint lika. Hann a aldrei eftir ad verda samur eftir godan skammt af islenskum jolum og hana nu!

Ja og svo verd eg vist ad fara ad huga ad senda jolakort og gjafir heim nu thegar svo thad verdi komid fyrir jol. Uff nu fallast mer hendur, allt of mikid ad gera og eg rett ad venjast thvi ad eiga barn. Hvernig fer folk eiginlega ad thessu? Aeji eg hlyt ad finna eitthvad ut ur thessu, og svo sem ekkert verra ad fa jolakort i mai, er thad nokkud?

mánudagur, 24. nóvember 2003

þetta er allt annad lif! Takk Magga, eg er buin ad fatta þetta.
Vid forum nidur i bae a laugardaginn med Lúkas. Hann setti eg i voda fin fot og gerdi saetann, en thegar komid var nidur i bae og eg leit i budarglugga rann upp fyrir mer ad eg hafdi gleymt ad mala mig. Eg var omalud nidri i bae! Eg gleymdi sjalfri mer. Eitthvad sem eg helt ad myndi aldrei gerast. Skrytid ad eiga born.

föstudagur, 21. nóvember 2003

Nuna er eg buin ad eiga Lukas (mikid vantar mig kommu til ad setja yfir u-id i nafninu, nafnid a ad vera stafsett a islensku!) i rett rumar tvaer vikur og hver dagur skemmtilegri en dagurinn a yndan. Eg verd eiginlega ad vera sammala ljosunni sem sagdi "You have been here before, haven't you?" vid Lukas thegar hun sa hann i fyrsta sinn. Hann hefur tvimaelalaust verid her adur, hann er svo mikill kall og horfir a mig med svo mikilli visku i augunum sinum. Skrytid vegna thess ad eg sjalf er herna i allra fyrsta skipti. Thad skiptir tha ekki mali.

Mig grunadi nu samt engan vegin hvad thetta er mikil vinna. Thetta er endalaus hringur af gjofum og bleyjuskiptingum og eg get ekkert fra honum vikid. Eg gleymi mer stundum og geri einhver plon en man svo skyndilega ad eg eigi pinkulitid barn sem getur kannski ekki komid ut ad borda. Brjostagjof er lika sma mal herna, thad ma ekkert vippa ut brjostunum hvar sem er, thad saerir blygdunarkennd Bretans thannig ad eg tharf ad finna stadi sem leyfa brjostagjof ef eg aetla ad fara eitthvad med hann med mer. Thad er tha oftast litill klefi sem er ekki serlega huggulegur. Mer finnst reyndar aedi ad hafa hann a brjosti, thad er svona sidasti anginn af olettunni, Lukas er tha enn sma hadur likama minum og vid tengd einhverju bandi.

Eg var vodalega glod thegar mamma og pabbi komu. Eg hef aldrei a aevinni sed adra eins hrugu af pokkum, vid vorum lengi ad taka allt upp. Og eg a ekki til eitt einasta ord til ad thakka ollum sem hugsudu til okkar. Eg er hraedd um ad jolakortalistinn hafi lengst heilmikid og i ar verdur send mynd. Og eg hugsa ad eg leyfi fleirum en mer ad vera a henni, aetli ad hun verdi ekki af Lukasi theta arid! Hvad um thad thad yrid of langt mal ad segja takk vid alla her, eg vona ad mamma hafi skilad kvedjum til allra og ef ekki tha "Takk fyrir okkur!".

Mer syndust m og p nokkud anaegd med allt hja okkur Dave, enda ekki annad haegt, vid hofum thad oskop gott og eitthvad hlytur ad vera i hann varid fyrst eg er tilbuin til ad vera svona langt i burtu fra fjolskyldu minni og vinum fyrir hann. Eg vaeldi reyndar alla leidina heim fra London og svo allan thridjudaginn, eg saknadi theirra svo mikid. En eg er buin ad jafna mig nuna (eins langt og thad naer) og er aftur ordin eins og eg ad mer ad vera. Eg get lika ekki verid annad en kat og glod med thetta barn i fanginu. Hann er svo fullkominn.

Eg eignadist svo lika vinkonu i gaer sem er oneitanlega vodalega gott. Shirley la med mer a faedingardeildinni og byr herna rett hja mer. Hun eignadist Joshua Jones (enn einn Jonesarinn). Vid hittumst i kaffi i gaer og toludum um surprise surprise, barneignir, skurdi, hridir, brjost, svefn og straka. (Thad tharf alltaf ad tala sma um straka.) Thad var rosalega gott ad hitta stelpu i somu stodu og eg og spjalla saman. Thad virdist vera endalaust haegt ad tala um bornin og allt sem theim fylgir. Hvern hefdi grunad?

miðvikudagur, 12. nóvember 2003

Og tha er barnid komid. Eg var ad gefa brjost og akvad ad hlaupa a bokasafnid i 10 min thangad til ad hann vill fa naesta skammt. thad var reyndar rett svo ad eg gaeti slitid mig fra honum, hann er svo aedislegur og fullkomin, eg og Dave erum buin ad eyda sidustu (taepu) viku i ad stara a drenginn. Vid skiljum bara ekki hvernig vid forum ad thessu.
Thad er otrulegt ad hugsa til thess ad thad se vika sidan eg var a spitalanum og hridirnar bunar ad standa yfir i u.th.b. klukkutima nuna. Vatnid for a thridjudeginum og thaer a faedingardeild sogdu mer ad koma daginn eftir ef edlileg faeding faeri ekki af stad. Ekkert gerdist og vid forum thvi upp a spitala og klukkan 10 var mer gefid gel til ad koma faedingunni i gang. Klukkutima sidar hofust hridir sem voru meira en litid skrytnar, rett rum minuta a milli og thaer stodu yfir i 30 til 40 sek. Ljosurnar sogdu ad thetta vaeri bara einhver vitleysa, eg thyrfti ad bida thangad til ad alvoru hridir hefdust. Klukkan 7 var eg adframkomin enda buin ad vera med stanslausa verki og vildi engin lyf og enn atti thetta ekki ad vera "alvoru". Thegar tharna var komid skodadi ein ljosan mig loksins og i ljos kom ad eg var komin med 3 i utvikkun. Thanniga d thad var eitthvad ad gerast. Eg var tha send inn a faedingarstofu thar sem eg fekk hlaturgas. Meirihattar efni thad. En hridirnar heldu afram ad vera svona snarpar og stutt a milli en engin utvikkun i gangi. Thetta var ordid mjog erfitt og eg var heatt ad hugsa rokrett. Laeknirinn skodadi mig svo klukkan 11 um kvoldid og sa tha ad barnid var ordid stressad, buid ad gefa fra ser barnabikid i modurlifid, og sagdi vid okkur ad thad vaeri eiginlega ekki um annad ad reada en keisara. Eg var a theirri stundu bara daudfegin ad fa einhvern endi a thetta allt saman. Sem betur fer hafid eg ekki tekid nein lyf thvi their thurftu tha ekki ad svaefa mig, eg var bara deyfd og fekk ad fylgjast med. Dave fekk pilt svo i hendurnar klukkan 00:46. Hann var 3480g. og 53 cm. Pinkulitill og fullkominn med lodinn koll og lodinn rass. Dave fekk svo ad vera med hann fyrsta klukkutman a medan eg var splaest saman. Vid hittumst svo og hann fekk brjost og er eiginlega buinn ad vera thar sidan. Vid vorum fram a sunnudag a dpitalanum en af thvi ad vid erum svo hraustir Islendingar tha vorum vid send heim einum og halfum degi of snemma og allir svo anaegdir med okkur. Vid Dave erum svo bara buin ad vera ad kynnast honum sidan. Hann er svo godur, sefur og drekkur og starir a okkur. Thetta er ekkert mal, bara dalitid tilfinningasamt allt saman, eg a eiginlega ekki til ord til ad lysa hvad mer finnst um Lukas. Hann er toppurinn a tilverunni.

Eftir a ad hyggja er eg dalitid svekkt yfir keisaranum, mig langadi svo til ad gera thetta allt sjalf, en adalmalid er ad barnid og eg erum baedi i heilu lagi nuna og laeknirinn sagdi ad thad vaeri engin astaeda til ad aetla ad naesta barn komi ekki ut a venjulegan hatt. Eg sakna thess lika pinulitid ad vera ofrisk. Thad hljomar kannski dalitid skringilega en mer fannst thad algjort aedi. Eg veit ekki hvad thad er en thad er eitthvad guddomlegt vid ad vera olettur. Ekki thad ad eg se ad plana naestu olettu! Langt i fra.

Jaeja tha er madur farin ad sprauta mjolk a skjainn, mer verdur eflaust hent ut bradum. Eg a thvi midur ekki fleiri myndir ad Lukasi, thessar verda ad duga enn um sinn, en vonandi verdur gerd bragarbot thar a bradlega. eg skildi ekki fyrr en Tracy sendi mommu myndirnar hversu mikilvaegt thad er ad taka allt upp og leyfa ollum ad fylgjast med. Eg helt alltaf ad enginn hefdi ahuga a annarra manna bornum en mer virdist allir vilja vita hvernig Lukas hefur thad. Sem er audvitad hid besta mal. Kannski er eg bara strax ordin svona otholandi mamma sem laetur folk hlusta a bornin anda i simann? Eg held nu ekki tho eg standi fastar en fotunum a thvi ad barnid se thad storfenglegasta sem faedst hefur. Eitthvad sem allar mommur eru orugglega sammala mer i.

mánudagur, 3. nóvember 2003

Enn ekkert barn. Vika framyfir i dag og hann situr salirolegur i bumbu og heimtar bara ae staerri skammta af rjomais. Meiri prakkarinn!

Vid erum enn roleg, Dave reyndar heimtadi ad taka ad ser allar skyldur heimilisins nuna. Hann skipti um rafgeymi a bilnum, thurrkadi af, eldadi handa mer minced meat pie and chips og er nuna ad ryksuga. Allt i dag. Hann er gersemi medal breskra karlmanna ef eg a ad segja satt, skv. sjonvarpinu tha fae eg ekki betur sed en ad jafnretti inni a heimilinu se mun skemmra a veg komid her en a Islandi. Bretar eru voda mikid bara ad drekka bjor og fara a leikinn frekar en ad vaska upp.

Og svona i ospurdum frettum tha var aftur islenskt vedur i dag, skitarok og larett rigning thannig ad brolly (umbrella) fauk um allt og var gagnslaus. Ad hugsa med ser.