Nuna er eg buin ad eiga Lukas (mikid vantar mig kommu til ad setja yfir u-id i nafninu, nafnid a ad vera stafsett a islensku!) i rett rumar tvaer vikur og hver dagur skemmtilegri en dagurinn a yndan. Eg verd eiginlega ad vera sammala ljosunni sem sagdi "You have been here before, haven't you?" vid Lukas thegar hun sa hann i fyrsta sinn. Hann hefur tvimaelalaust verid her adur, hann er svo mikill kall og horfir a mig med svo mikilli visku i augunum sinum. Skrytid vegna thess ad eg sjalf er herna i allra fyrsta skipti. Thad skiptir tha ekki mali.
Mig grunadi nu samt engan vegin hvad thetta er mikil vinna. Thetta er endalaus hringur af gjofum og bleyjuskiptingum og eg get ekkert fra honum vikid. Eg gleymi mer stundum og geri einhver plon en man svo skyndilega ad eg eigi pinkulitid barn sem getur kannski ekki komid ut ad borda. Brjostagjof er lika sma mal herna, thad ma ekkert vippa ut brjostunum hvar sem er, thad saerir blygdunarkennd Bretans thannig ad eg tharf ad finna stadi sem leyfa brjostagjof ef eg aetla ad fara eitthvad med hann med mer. Thad er tha oftast litill klefi sem er ekki serlega huggulegur. Mer finnst reyndar aedi ad hafa hann a brjosti, thad er svona sidasti anginn af olettunni, Lukas er tha enn sma hadur likama minum og vid tengd einhverju bandi.
Eg var vodalega glod thegar mamma og pabbi komu. Eg hef aldrei a aevinni sed adra eins hrugu af pokkum, vid vorum lengi ad taka allt upp. Og eg a ekki til eitt einasta ord til ad thakka ollum sem hugsudu til okkar. Eg er hraedd um ad jolakortalistinn hafi lengst heilmikid og i ar verdur send mynd. Og eg hugsa ad eg leyfi fleirum en mer ad vera a henni, aetli ad hun verdi ekki af Lukasi theta arid! Hvad um thad thad yrid of langt mal ad segja takk vid alla her, eg vona ad mamma hafi skilad kvedjum til allra og ef ekki tha "Takk fyrir okkur!".
Mer syndust m og p nokkud anaegd med allt hja okkur Dave, enda ekki annad haegt, vid hofum thad oskop gott og eitthvad hlytur ad vera i hann varid fyrst eg er tilbuin til ad vera svona langt i burtu fra fjolskyldu minni og vinum fyrir hann. Eg vaeldi reyndar alla leidina heim fra London og svo allan thridjudaginn, eg saknadi theirra svo mikid. En eg er buin ad jafna mig nuna (eins langt og thad naer) og er aftur ordin eins og eg ad mer ad vera. Eg get lika ekki verid annad en kat og glod med thetta barn i fanginu. Hann er svo fullkominn.
Eg eignadist svo lika vinkonu i gaer sem er oneitanlega vodalega gott. Shirley la med mer a faedingardeildinni og byr herna rett hja mer. Hun eignadist Joshua Jones (enn einn Jonesarinn). Vid hittumst i kaffi i gaer og toludum um surprise surprise, barneignir, skurdi, hridir, brjost, svefn og straka. (Thad tharf alltaf ad tala sma um straka.) Thad var rosalega gott ad hitta stelpu i somu stodu og eg og spjalla saman. Thad virdist vera endalaust haegt ad tala um bornin og allt sem theim fylgir. Hvern hefdi grunad?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli