þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Gekk bara vel í viðtalinu í gær, veit þó ekkert hvernig endar. Maður fær bara að heyra frá þeim í byrjun næstu viku. Var bara pínu spennt fyrir þessu áður en ég fór i viðtalið en er núna alveg svaka spennt og verð svekkt ef ég fæ ekki starfið. Ég held að mig langi bara alveg svakalega mikið að fá að vera þáttakandi í að koma nyrri verlsun á laggirnar, vera með frá byrjun. Fyrir utan að eg fæ ekki séð annað en að þar sé ég komin með fullkomið ritgerðarefni. Stuð, stuð, stuð. Best að fara að leita að laptop.

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Þá er tveggja daga fríi lokið, við erum bún að hafa það svakalega gott, allir skápar endurskipulagðir svo nú ætti jólahreingerningin að vera litið mál. Ég er búin að skipuleggja þemað fyrir þessi jól; gull og súkkulaði. Ég verð bara að pósta myndir þegar að kemur svo þið vitið um hvað ræðir.

Svo er ekkert lát á látunum hér, í ofanálag við háskólanám og nýja vinnu fyrir Dave þá er líka búið að boða mig í atvinnuviðtal. Vision Express er að fara að opna verslun í Wrexham og vantar aðstoðarverslunarstjóra. Mjög spennandi tækifæri og meira í stíl við námið, ég hef jú í huga að námið opni leiðir inn í meiri stjórnunartengd störf. Viðtal á mánudaginn, frekari fréttir síðar.

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Og þá er loksins komin mynd á þetta hjá okkur hjónakornum. Dave hefur störf sem "manager" á rannsóknarstofunni á mánudaginn, og ég hef nám í MBA frá Leicester háskóla í janúar. Erum við búin að fatta hvað við ætlum að gera þegar við erum orðin stór? Má bara vera!

mánudagur, 5. nóvember 2007

Lúkas hélt upp á fjögurra ára afmælið sitt í gær, þrátt fyrir að afmælisdagurinn sé ekki fyrr en á morgun. Við buðum bara fjölskyldunni, enda ekki mikið meira pláss en það í litla húsinu okkar, kannski hægt að Pollýannast aðeins með það, það væri nebblega ekki pláss fyrir íslensku ættingjana þannig að ég má ekki býsnast yfir því að ég sakni þess að hafa ekki fleiri frænkur í partýinu. Ég bakaði handa honum Tómas köku sem hann var hæstánægður með, og þar með takmarkinu náð. Hann fékk fullt af gjöfum, eiginlega of mikið því stofan mín er horfin, ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við þetta allt.

Mér finnst nebblega ekki fallegt að vera með eyjuna Sodor (þar sem Tómas býr) í stofunni.