fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Þá er tveggja daga fríi lokið, við erum bún að hafa það svakalega gott, allir skápar endurskipulagðir svo nú ætti jólahreingerningin að vera litið mál. Ég er búin að skipuleggja þemað fyrir þessi jól; gull og súkkulaði. Ég verð bara að pósta myndir þegar að kemur svo þið vitið um hvað ræðir.

Svo er ekkert lát á látunum hér, í ofanálag við háskólanám og nýja vinnu fyrir Dave þá er líka búið að boða mig í atvinnuviðtal. Vision Express er að fara að opna verslun í Wrexham og vantar aðstoðarverslunarstjóra. Mjög spennandi tækifæri og meira í stíl við námið, ég hef jú í huga að námið opni leiðir inn í meiri stjórnunartengd störf. Viðtal á mánudaginn, frekari fréttir síðar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það munar ekki um það, bara allt að gerast. Ekki skrýtið kannski að þú hafir ekki lengur tíma til að senda mér sms......