föstudagur, 21. desember 2007

Ég er bara komin í svo mikið jólaskap, hlakka alveg ógurlega til þetta árið. Það er mestmegnis út af Lúkasi, hann er svo sniðugur með þetta allt saman. Ég get bara ekki beðið eftir að sjá hann opna pakkana sína og sjá viðbrögðin. Það er líka svo gaman að sjá hann fatta hvernig hlutirnir virka. Hann fékk Harold the helicopter í skóinn í morgun. Mamma hafði keypt einn slíkan síðasta sumar en það var búið að leika hann út, þyrluspaðarnir allir brotnir af. Hvað um það hann var himinlifandi þegar hann sá Harold, "now I´ve got a fixed Harold." Hann horfði í smástund á umbúðirnar sem þyrlan kom í og sagði svo "does Farmer Christmas go to the red toyshop? Because this is the same as in there." Ég sagði bara já, gluggagægjir hefði ekki tíma til að búa allt til, stundum þarf hann að skreppa í rauðu dótabúðina.

þriðjudagur, 18. desember 2007


S3010026
Originally uploaded by murta35
Ég er að prófa allt þetta fína tækni dót sem Kristín er að kenna mér. Ég ætti auðvitað frekar að vera í eldhúsinu að baka sort, en þetta hlýtur að vera hollara!

Ég er núna eiginlega bara farin að bíða eftir jólunum. Það verður svo fínt frí í ár, dagarnir hittast allir svo vel á fyrir mig, og svo er það líka þetta að geta bara haldið jólin hátíðleg með strákunum mínu, og verið ánægð og sátt af því að ég veit að ég er svo að fara heim. Ég gæti eiginlega bara ekki beðið um að hafa þetta betra en það. Lúkas er líka svona spenntur fyrir þessuöllu saman. Hann segir oft á dag: "It´s christmas time, mommy" og tekur líka oft fram hversu góður strákur hann sé. Hann veit líka meira en ég held, mig grunaði ekki að hann p´ldi eitthvað í trénu en hann sagði við pabba sinn áðan: "I wish we had a bigger tree. Maybe farmer (það ætti að vera father) christmas will bring one that´s big." Ég fékk svo mikið samviskubit, ég tímdi ekki að kaupa almennilegt tré af því að við verðum á Íslandi hálft fríið og er bara með jólaherðatréð. Það verður því keypt alvöru tré næstu jól og sett upp á tólfta. Hingað koma hvort eð er ekki kátir kívanissveinkar með tré og ég get því alveg skapað minn eiginn sið í kringum þetta.

mánudagur, 17. desember 2007


Já, ég gaf mér smá tíma til að reyna að taka til á síðunni og munaði minnstu að ég gleymdi að ná í Lúkas. Hérna er sístemið nebblega þannig að ef maður gleymir að ná í barnið í skólann þá koma barnaverndaryfirvöld í málið og maður lendir í allskonar klandri. Þó mér finnist stundum erfitt að eiga Lúkas þá vil ég nú heldur ekki senda hann í fóstur. Allavega þá rétt náði ég niður í skóla og fæ því að hafa hann að minnsta kosti svona yfir jólin. Hvað um það, ég gleymdi mér við að skoða flickr.com, stofnaði þar reikning en get ekki fundið út úr því hvernig ég kem link hérna inn á þessa síðu. Ha, Kristín?

Svo er ég að reyna að stilla þetta þannig að myndir komi svona fallega inn í textann. Hér má sjá okkur mæðginin syngja afmælissönginn fyrir mig í morgun. Þetta er búinn að vera dagur hinn besti og takk fyrir allar kveðjurnar.

föstudagur, 14. desember 2007

Ég auðvitað sat þarna grenjandi allt lagið.

Lúkas kom fram á jólatónleikum í hlutverki snjókarls og stóð sig með miklum ágætum. Hann sést hér lengst til hægri.

mánudagur, 10. desember 2007

Við fórum í IKEA í gær. Heja Sverige. Keypti stofuborð, kökudisk og körfur. Best af öllu þó; graflaxsósu og saltlakkrís. Fundum líka eldhús sem við erum svona líka spennt fyrir og eftir smá útreikninga komst eiginmaðurinn að þeirri niðurstöðu að við ættum skítnóg af pening og verður því farið í að skipta um eldhús um leið og sól hækkar. Ég fann líka nýjan sófa (svefnsófa svo ég geti tekið betur á móti gestum) en ætla að skoða aðeins meira áður en ég fjárfesti. Já ég er búin að bíða eftir þessari ferð í fjögur og hálft ár og biðin var þess virði. Eina sem á skyggði var sonurinn. Hann er svo illa upp alinn og mikill frekjuhundar að það er ekki hægt að fara með hann neitt. Ég kenni foreldrunum um. Hann algerlega skemmdi fyrir mér daginn og fær ekki að koma með næst.

mánudagur, 3. desember 2007Varð bara að sýna ykkur hvað Láki var ánægður með ömmu sína og afa.

sunnudagur, 2. desember 2007

Mamma og pabbi komin og farin, ekkert heyrist frá Vision express en háskólanám borgað og hefst á fullu í janúar. Margt í einu. Plönuð ferð númer tvö til IKEA frestast aftur, Lúkas er aftur veikur. Ég er búin að bíða í fjögur og hálft ár eftir að komast í IKEA og loksins þegar það er planað þá er Lúkas veikur tvo sunnudaga í röð. Ég hef manninn að sjálfsögðu sterklega undir grun um að gefa barninu ólyfjan, ferð í IKEA þýðir enginn fótbolti. Chelsea v. Westham síðast, Tottenham eitthvað annað í dag. Nei að öllu gríni slepptu þá er ég hálfsvekkt í dag. OK að fresta um eina helgi en ég er hundfúl í dag. Greyið Lúkas. Mikið sem hann á sjálfselska mömmu.