mánudagur, 10. desember 2007

Við fórum í IKEA í gær. Heja Sverige. Keypti stofuborð, kökudisk og körfur. Best af öllu þó; graflaxsósu og saltlakkrís. Fundum líka eldhús sem við erum svona líka spennt fyrir og eftir smá útreikninga komst eiginmaðurinn að þeirri niðurstöðu að við ættum skítnóg af pening og verður því farið í að skipta um eldhús um leið og sól hækkar. Ég fann líka nýjan sófa (svefnsófa svo ég geti tekið betur á móti gestum) en ætla að skoða aðeins meira áður en ég fjárfesti. Já ég er búin að bíða eftir þessari ferð í fjögur og hálft ár og biðin var þess virði. Eina sem á skyggði var sonurinn. Hann er svo illa upp alinn og mikill frekjuhundar að það er ekki hægt að fara með hann neitt. Ég kenni foreldrunum um. Hann algerlega skemmdi fyrir mér daginn og fær ekki að koma með næst.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Láttu mig bara vita í tíma fyrir næstu ferð og ég kem og passa Lukku Láka.

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Gott að þú komst loksins í Ikea. Er ekkert Småland í ykkar Ikea? Ég geymi börnin mín þar þegar ég skrepp og þá þarf ég ekkert að berja mig í hausinn yfir slæmu uppeldi. Það besta er að Ikea á Íslandi er nú komið með vínveitingaleyfi og selur ódýrasta bjórinn í bænum þannig að nú er komin karlageymsla líka. Sveini finnst svo leiðinlegt í Ikea - en nú hafa Svíarnir séð mér fyrir gulrót. Er ekki lífið dásamlegt?

Hanna sagði...

á ég að senda þér frekjuhundahandbókina - mín er orðin ansi þykk.....

Stórt Ikeaknús til þín!
Blöbbz