föstudagur, 21. desember 2007

Ég er bara komin í svo mikið jólaskap, hlakka alveg ógurlega til þetta árið. Það er mestmegnis út af Lúkasi, hann er svo sniðugur með þetta allt saman. Ég get bara ekki beðið eftir að sjá hann opna pakkana sína og sjá viðbrögðin. Það er líka svo gaman að sjá hann fatta hvernig hlutirnir virka. Hann fékk Harold the helicopter í skóinn í morgun. Mamma hafði keypt einn slíkan síðasta sumar en það var búið að leika hann út, þyrluspaðarnir allir brotnir af. Hvað um það hann var himinlifandi þegar hann sá Harold, "now I´ve got a fixed Harold." Hann horfði í smástund á umbúðirnar sem þyrlan kom í og sagði svo "does Farmer Christmas go to the red toyshop? Because this is the same as in there." Ég sagði bara já, gluggagægjir hefði ekki tíma til að búa allt til, stundum þarf hann að skreppa í rauðu dótabúðina.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má nota hvíta lygi á þessum árstíma!