mánudagur, 13. nóvember 2006

Við Lúkas fórum í skírn í gær, Anwen Pheobe Jones var tekin í hóp kristinna manna með pompi og pragt. Ceri og Dion, foreldrar hennar buðu svo til veislu á Coach and Horses sem er local pöbbinn okkar. gaman að fara í skírnarveislu á pöbb, enda létu menn ekki segja sér tvisvar að fá sér bjór í glas. Mér finnst þetta voða sniðugt að fagna þessu svona, fékk mér nú reyndar bara kók sjálf, enda orðin svo léleg að einn bjór svæfir mig bara og er svo rykug í haus lengi á eftir.

Ég er svo að reyna að mála í dag. Ég þarf að setja lag af sérstaklega vatnsblandaðri málningu á gipsið fyrst og svo mála yfir það með venjulegri mánlingu. Mér reiknast til að ég ætti að vera búin að þessu fyrir jól með þessu áframhaldi, Lúkas er ekkert sérstakelga hjálplegur ef ég á að segja satt og rétt frá.

Engin ummæli: