miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Þær hringdu í mig í morgun úr leikskólanum hans Láka og sögðu að hann mældist með 39 stiga hita. Ég rauk til og náði í hann og fór með heim. Við erum síðan bún að sitja á gólfinu og leika með lestarnar hans. Ég sé engin merki neins lasleika, nei, hann hefur endalausa orku, tjú tjú! tjú tjú mummy tjú tjú! Plís viltu ekki fá þér smá lúr? þú ert svo veikur, no fanks, meiri lest, tjú tjú! Sex klukkutímar eru eiginlega alveg nóg fyrir mig. Ég held að hann sé ekkert veikur. Kannski voru þær bara búnar að fá nóg af lestum á leikskólanum....

Engin ummæli: