fimmtudagur, 16. nóvember 2006

Nú er víst hægt að koma inn í Þolló á nýjan og betri hátt. Ég er ekkert sérlega hrifin af þessum breytingum öllum, það er alltaf skrýtið að koma heim og sjá hvað allt hefur breyst en mér finnst nú eiginlega einum of að fá ekki að keyra í gegnum bræðslufýlu og frystihús. Fólki fer jafnvel að fara að finnast Þolló fallegur staður! Það eru bara hörðustu hafnarbúar sem mega finnast það. Ég bið kannski pabba bara um að keyra gamla innganginn næst þegar ég kem.

Tjú tjú! Dagur tvö...

Engin ummæli: