Við erum búin að eignast nýja myndavél , þannig að ég er búin að vera á fullu að taka myndir til að læra á vélina, en get núna ekki for the life of me munað hvernig ég setti myndir á bloggið í gegnum hello. Ég er búin að reyna og reyna en þeir segja mér bara að ég sé einhver spam kelling og vilja ekkert við mig tala. Ég þarf að búa til nýtt albúm á netinu svo þið getið séð allar myndirnar sem ég er að taka af Lukku Láka. Hann hélt upp á 3ja ára afmælið á sunnudaginn, með frændum og frænkum báðu megin frá sem var æðislegt. Það var svo gaman að hafa litlu Manchester fjölskylduna hér í afmælinu. Allir skemmtu sér vel nema kannski amma hans Dave, hún náttúrulega borðar ekki svona "foreign muck" sem útlendingurinn býður upp á, og svo fannst henni sérlega skrýtið að við værum ekki í skóm, gvuðaði upp yfir sig þegar hún sá að Arnar var á sokkaleistunum, "my god the man has no shoes!" Þá fannst mér að ég þyrfti að segja eitthvað og lét hana vita að við Íslendingar myndum ekki vaða á skítugum skónum inn í annarra manna hús! Alla vega Lúkas var æstánægður með partýið, fékk fullt af lestum og lestarteinum (stofan hjá mér er ein allsherjar brautarstöð núna) og býður núna bara spenntur eftir jólunum.
Ég er búin að fá rauðan jólakjól, og eru mörg ár síðan ég fór síðast í nýjan kjól um jólin, hvað þá rauðan. Mikið skemmtilegt það. Svo er ég líka búin að fá eina jólagjöf; nýja eldavél, þannig að jólagrísinn verður geggjaður í ár. Lukkan yfir mér alltaf hreint.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli