föstudagur, 27. október 2006

Nú er ég sko aldeilis í góðu skapi! Og vitiði hvað? ég hef ekki hugmynd um afhverju! Ég hef lúmskan grun um að það sé af því að ég keypti kerti í dag. Ég ætti kannski að útskýra betur. Skammdegið er minn uppáhaldstími; rökkurkyrrð yfir öllu, rykið í hornunum sést ekki, ég get farið í þykkar peysur, oig kveikt á kertum! Jei!

Engin ummæli: