mánudagur, 29. janúar 2007
Lúkas elskar Thomas The Tankengine meira en allt í lífinu. Við getum eytt heilu dögunum við að setja upp lestarteina handa Tómasi og vinum hans, og eigum orðið dálítið marga teina til að setja saman. Ég tek þá saman á hverju kvöldi þegar Láki er sofnaður til að fá stofuna mína aftur. Það er allt í lagi hans vegna það er svo gaman að setja teinana saman aftur. Ég fæ stundum samviskubit þá daga sem ég er heima með Láka því ég hef bara visst mikið gaman af Tómasi, tveir klukkutímar eru eiginlega limitið mitt. Ég þarf þá að finna góða afsökun til að standa upp, ég þarf að vaska upp, pissa, búa til kaffi og svo kem ég aftur...en get oftast bara treint kaffibollann í nokkrar mínútur áður en það er kallað í mig; "Mammy, you are Percy!" Í dag erum við að bíða eftir að gasmaðurinn komi til að setja gashellurnar við nýja ofninn minn. Hann sagðist myndu koma í morgunsárið, en enn bólar ekki á honum. Þetta fer voðalega í pirrurnar á mér, maður þorir ekki á klóið svona ef hann bankar akkúrat á meðan. Við þurfum líka að fara í bæinn, Láki þarf nýja skó og klippingu, hann er eins og lítill bítill núna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ömmu finnst nú ekki leiðinlegt að eiga einn bítil!!
Afi ætlar að leika við Lúkas í lestarleik eins lengi og Lúkas vill eftir ca. þrjár vikur!
Skrifa ummæli