föstudagur, 2. febrúar 2007
Á meðan að á heimili bróður míns finnst ekki sjónvarp erum við hér í Veils miklir sjónvarpsjúklingar. Ég er með einhverjar sexhundruð sjónvarpstöðvar til að horfa á og þrái ekkert heitar en Sky plús box svo ég geti horft á tvær mismunandi sjónvarpstöðvar í einu. Sjónvarpið sýgur úr manni sálina sagði Kristján sögukennari í MS og satt er það, ég er orðið sálarlaust skrípi. Ég gæti nefnilega verið að horfa á The History Channel og a.m.k uppfræðst örlitið við að horfa á heimildamyndir en ó nei, ég er dolfallin fyrir versta sjónvarpsefni sem upphugsð hefur verið. Svo sjúk að ég tel niður dagana fram á laugardagskvöld og get sest fyrir framan kassann og horft á "Dancing on ice". Semi frægt fólk er parað saman við atvinnuskautadansara og þarf að æfa vissar rútínur fyrir hvern þátt. Svo eru dómarar sem dæma og svo get ég hringt inn og kosið hver er bestur. Eitt par dettur út í hverri viku þar til einn stendur upp sem sigurvegari. Glæsilegt! Ég er sálarlaus og heiladauð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
he he, þú átt þér vin í raun. Dancing on Ice er þrælgóð skemmtun! Missi ekki af þætti.
Skrifa ummæli