miðvikudagur, 8. júlí 2009

Helvítis fokking Icelandair. Fokking djöfuls fokking skíthælar. Ég er alveg brjáluð. Ég ætlaði að kaupa flugmiða heim á sunnudaginn og þá kostaði 387 pund fyrir okkur Lúkas að koma heim. Dave er enn ekki búinn að fá svör við hvort hann fái frí þannig að ég ákvað að bíða þangað til það væri komið á hreint. Hann getur ekki fengið frí þannig að ég dríf mig í að bóka núna. Og Icelandair er búið að breyta öllu. Núna er stoppað í fokking Glasgow á leiðinni heim! Og tekur 4 tíma að fljúga! Og það er farið aftur heim klukkan átta á morgnana þannig að mánudagurinn er ekki með í jöfununni. Og það besta af öllu er að núna kostar 630 pund að fara þetta. Næstum 250 pund meira fyrir að stoppa í frickin Glasgow og bæta 4 tímum við ferðalagið! Og verst er að ég hef engan valmöguleika. Það eru 2 sæti eftir og ég þori ekki að bíða með þetta. Ég er svo reið. Tárin leka niður bústnar kinnarnar. Þetta þýðir að allur peningurinn fer í okkur Láka þannig að Dave kemst ekki með, frí eða ekki. Ég er svo reið út í sjálfa mig að hafa ekki bókað þetta á sunnudaginn. Og út í Ísland fyrir að vera svona langt í burtu. Og Icelandair fyrir að fokka svona með planið mitt. Og að vera einokunarfokkingsskítadrulluháleistar. Fokkings fokking skíta moðerfokking fokk.

3 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Hvenaer aetlar thu heim? Og hvad lengi?

Guðrún sagði...

Ætla þeir að hætta að fljúga beint frá og til Manchester?

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

I fyrra voru tvaer vinkonur minar fra Manchester i heimsokn hja mer a Islandi. Vid fengum simhringinu nokkrum timum adur en thaer attu ad maeta a flugvollinn og theim var sagt ad maeta fyrr thvi ad flugvelin faeri fyrst til Kaupmannahafnar og sidan til Manchester. Thannig ad ef thad er tomt i velunum tha breytir flugfelagid bara ferdinni. Ce la vie.