fimmtudagur, 2. júlí 2009

Ég stóð í stað í morgun. Hvorki upp né niður. Sem er skárra en upp. En ekki jafn gott og niður. Ég er að þykjast að vera alveg kúl með þetta en sannleikurinn er að ég er alveg brjál. Mér finnst ég eiga það skilið að léttast þessa vikuna. Það er ekki jafn gaman að streða við þetta þegar maður fær engin verðlaun. Og ég var farin að eygja svona í fjarlægðinni 20 kílóa markið en finnst núna að það sé lengra í burtu en áður. Var að vona að ná því fyrir Krít. Þannig að ég er hundfúl. Já, hundfúl bara.

Engin ummæli: