miðvikudagur, 1. júlí 2009


Ég er búin að vera sjá skrifað um "The Green Monster" á hinum ýmsustu heilsu-og uppskriftavefum hingað og þangað um alnetið en var svona smá smeyk við að prófa. Mér finnst morgun smoothie-inn minn svakalega góður og var ekki alveg tilbúin til að breyta sætu ávaxtabragðinu í grænmeti. Og svo er liturinn smá skrýtinn. Eða öllu heldur tilhugsuninn um grænan drykk. Hvað um það eins og allir vita þá er spínat framúrskarandi súperfæða sneisafullt af trefjum og magnesíum sem hjálpar skjaldkirtlinum að virka, það eykur brennslu og bætir tauga og vöðvanotkun og tækifærið til að fá allt þetta í morgunmatinn er of gott til að gefa eftir. Þannig að í morgun kom það, græna skrímslið. Og maður lifandi, ég hef aldrei búið til eins góðan smoothie. 2 góðar lúkur af spínati, 1 frosinn banani, 1 matskeið mjög gróft hnetusmjör, 6 klakar og 200 ml af möndlumjólk og sviss kviss maður er orðinn heilsugúru sem drekkur spínat í morgunmat! I´m on top of the world.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég verð að prófa þennan drykk. Verður maður sérlegur morgunhani af honum líka? Mig vantar slíkan drykk.