Polentan fór fyrst illa en svo vel, ég var ekki neitt svakalega hrifin af henni bara svona bakaðri en þegar ég setti yfir hana rautt pesto og nokkrar svartar ólívur og bakaði svo þá varð hún rosalega góð. Ég kældi afganginn og setti svo kalt út á salat með smá feta og það var himneskt. Hin uppskriftin er svo alveg frábær, ég fann hana á vefsíðu hjá konu sem eldar "vegan" en ég breytti því sem er ómögulegt fyrir mann að nálgast ef maður býr í bæ sem er ekki alveg með á hreinu hvað grænmeti er hvað þá hrein grænmetisfæða! Örbylgju-enchiladas er frábær réttur fyrir þau okkur sem þurfa að fara með máltíð í vinnuna. Settu smá salsa sósu í botninn á nestisboxi sem má fara í örbylgjuofn. Ég á ferkantað plastbox með loki, u.þ.b. 10cm x10cm. Svo leggur maður hálfa tortillaköku og þar ofan á lag af "re-fried beans". Þar ofan á lag af hverskonar baunum, nýrnabaunum, maís, whatever, ég notaði dós af baunasalati sem eru 4 tegundir af baunum tilbúnar til áts. Svo er lag af spínati (það verður að vera spínat!) og svo aftur lag af öllu hinu, og svo aftur tortilla og efst er lag af salsa. Ég setti svo sneiddar svartar ólívur þar ofan á. Ég fór með þetta í vinnuna og setti svo í örbylgjuna í 2 mínútur. Og fannst alveg ógeðslega gott. Það hefði örugglega líka verið æði að setja ost ofan á eða slettu af sýrðum rjóma eða grísku jógúrti en ég nennti ekki að bera jógúrtið með mér og tímdi ekki karólínum í ostinn. Öll máltíðin kom undir 350 hitaeiningum. Það verður reyndar að fylgja sögunni að ég bjó til dós handa Dave líka og honum fannst ekki mikið til þessa koma. Hann vildi kjötbragð og fannst þetta allt eitthvað svona klént. Þannig að kannski er þetta ekki fyrir alla en mér fannst þetta æði og kem með til að búa til aftur.
Jæja, þá er best að fara að búa sig, við erum að fara til Wrexham til að kaupa stuttbuxur og sandala á Lúkas og Dave.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli