fimmtudagur, 23. júlí 2009


Það voru aumingjaleg 200 grömm sem yfirgáfu svæðið í morgun, svona fremur klénn árangur. 90% af mér er alveg sama, stara einbeitt á "the big picture" og halda ótrauð áfram örugg í þeirri fullvissu að það verði í lagi með mig að lokum. En 10% liggja emjandi á gólfinu, sparkandi til og frá með hnefann steyttann í átt að himnum og veinar; "hversvegna ég? Ó, guð hversvegna ég???" Nú er bara að hafa hemju á þessum frum-konu tilfinningum og hegðun og láta 90% ráða för.


Í eldhúsinu í dag er svo ítalskur tilraunakokkur, það er kominn tími til að gera tilraunir með polentu. Í endalausri leit minni að nýjum og spennandi uppskriftum hafði ég rekist á polentu en alltaf svona ýtt til hliðar af því að ég gerði bara ráð fyrir að það væri of mikið af hitaeiningum, en þegar nánar er skoðað þá kemur í ljós að í 100g af lokaafrakstrinum eru bara 71.5 og 200g eru nóg í ljómandi máltíð. Með grilluðu grænmeti og badabúmbadabing Bob´s your uncle!

Engin ummæli: