miðvikudagur, 22. júlí 2009


Jibbí!! Mér tókst að ná 3000! Takmarkið var alltaf að ná 3000 og ég er núna mánuðum saman búin að ná 2997, 2998 og 2999 í 30 mínútna "free step" á Wii tækinu mínu og var svona eiginlega farin að halda að það væri ekki hægt að gera 3000. Maður má nebblega ekki bara labba hraðar, það verður að fylgja taktinum rétt þannig að ég virðist alltaf hafa misst eitt eða tvö skref úr. En það kom í morgun. Ég hoppaði um eins og kjáni í gleði minni, og leið eins og ég væri búin að hlaupa maraþon! Þetta snýst allt um að setja sér markmið og vinna að því.

Engin ummæli: