Jæja, þá er þessari pattstöðu vonandi lokið; ég léttist um 1.2 kg þessa vikuna. Sem markar að ég hef lést um 33.73% af því sem ég vil léttast um. Ég er semsagt búin með einn þriðja af þessu. Það er smá skrýtið að segja það þannig, það er enn svo mikið eftir og tekur alltaf lengri og lengri tíma. En við skulum ekki vera með neina neikvæði í dag, þetta er skemmtilegur áfangi.
Ég var farin að örvænta örlítið, en mundi svo eftir að skoða hvað vísindin segja og það er víst alkunna að þegar maður lendir í svona jafnsléttu þá á maður að breyta mynstrinu aðeins. Ég var svo lukkuleg að meiða mig í hnénu á sunnudaginn og hef lítið sem ekkert getað stundað líkamsrækt þessa vikuna. Og sú breyting á æfinga rútínunni (ekkert hopp, bara lyftingar) þýðir að ég er vonandi aftur komin á svíng. Vona nú samt að hnéð fari að jafna sig því ég er búin að kaupa mér sportbrjóstahald í dragnótarstærð með höggdempurum í undirbúningi fyrir að byrja að hlaupa. "Couch to 5K" prógrammið bíður eftir mér í ofvæni nú þegar brjóstin eiga ekki að vera að flækjast fyrir mér og öðrum vegfarandi. Að hugsa með sér. Ég, hlaupandi. Vá.
1 ummæli:
Kíktu á gamla bloggið mitt, þá sérðu hvergnig pabbi þinn lítur út með nýju klippinguna.
Skrifa ummæli