þriðjudagur, 14. júlí 2009


Ég keypti mér tilbúið salat í Sainsbury´s um daginn, með ísraelsku kúskús. Og er búin að liggja í netrannsóknum síðan til að reyna að finna óeldað Ísraelskt kúskús til að elda hér heima. Og ég bara finn það ekki. Hvernig stendur á því að Sainsbury´s og Marks og Sparks selja þetta tilbúið en selja ekki ferska vöru? Alveg svakalega pirrandi. Og ef þetta er selt á Íslandi þá mæli ég eindregið með.


Svo er undirbúningur fyrir Krít í fullum gangi, ég er búin að kaupa mér stuttbuxur! Ég held að þetta séu mínar fyrstu stuttbuxur. Að minnsta kosti þá man ég ekki eftir að hafa átt slíka flík áður. Hnébuxur já, en ekki alvöru sumar stuttbuxur. Og svo fékk ég líka kaftan. Svona hvíta léréfts druslu til að skella sér í yfir sundbolinn á leiðinni frá sundlaug að sjó. Ég hef í hyggju að njóta ferðalagsins til hins ýtrasta og það þýðir að vera í réttum búningi við hvert tækifæri. Kaftan, sundbolur með alvöru brjóstahaldara, gullarmband, hvítur kjóll og stór taska, gladiator sandalar, stuttbuxur og smart hlírabolir. Já, maður verður að "look the part!"

Engin ummæli: