sunnudagur, 12. júlí 2009



Við hjónakornið héldum upp á brúðkaupsafmælið með því að fara á ítalskan veitingastað hér í Wrexham. Ég var búin að taka eftir staðnum, enda í einu af fallegasta húsinu í Wrexham, en við höfðum aldrei látið vera af því að prófa. Og biðin var þess virði, þetta var frábært kvöld. Fallega innréttað, þjónustan góð og maturinn æðislegur. Það er ekki oft sem við fáum að vera bara við tvö og við nutum þess alveg í botn. Og það er líka bara nauðsynlegt fyrir sambandið að stundum bara vera saman og ekki tala um barnið. Við erum ægilega ánægð með hvort annað. Sem er náttúrlega voðalega fínt. Við vorum ekkert að telja kalóríur neitt en ég samt svona ómeðvitað passaði mig. Sem ég er rosalega ánægð með, finnst eins og ég sé að læra að haga mér eins og venjuleg manneskja. Ég fékk mér forrétt, ítalsk kalt kjöt, ost, salat og ólívur og borðaði bara rúman helming. Gnocchi í aðalrétt og hætti um leið og ég varð södd. Rúmur helmingur eftir á disknum. Og auðvitað Tiramisu í eftirrétt. Ekkert skilið eftir þar. Og rauðvín með. Þannig að ég var ægilega ánægð með frammistöðuna þar líka.

Svo er nammidagur í dag. Sem ég ætla að sleppa mestmegnis vegna þess að ég er búin að fá vikuskammtinn af góðgæti með því að fá kökuna í gær. Og allir eru ánægðir.

1 ummæli:

Hanna sagði...

Tilhamingju með brúðkaupsdaginn ykkar! Það er svo dásamlegt að komast út og fá bara "kærestetid". Pældu í því að við Fuz eigum 10 ára afmæli í febrúar.
Knús
H.