sunnudagur, 19. júlí 2009



Við buðum Salisbury fjölskyldunni í matarboð og smá partý í gærkveldi sem útskýrir smá þynnku í dag. Þetta var heljarinnar stuð, þau eiga 3 börn, Freya, Ciara og Ben, á aldrinum 11 til 5. En þröngt mega sáttir sitja og allir skemmtu sér konunglega. Mér finnst þetta mjög skemmtileg leið til að eyða laugardagskvöldi og við höfum nokkrum sinnum farið til þeirra en ég alltaf hikað við að bjóða þeim hingað út af plássleysi. En ég hefði ekkert þurft að hafa áhyggjur, það komust allri fyrir og ég fékk loksins að vera "hostess" sem ég alveg elska. Ég hafði líka alltaf miklað skemmtanir fyrir mér svona út af Lúkasi, hélt að maður þyrfti barnapíur og svoleiðis en þetta skipulag sem við Kelly höfum komið upp virkar bara svín vel. Við hittumst um 5 leytið, borðum um 7 og endum kvöldið um hálf ellefu. Krakkarnir leika sér saman og skemmta sér konunglega, við drekkum vín og borðum og skemmtum okkur án þess að þurfa að stússast í krökkunum og erum samt farin það snemma aftur heim að enginn bíður skaða af. Kannski má ekki drekka vín fyrir framan krakkana, ég veit ekki hvernig þær reglur eru, en það verður enginn fullur, bara hress, og ég er nokkuð viss að þau bíði ekki skaða af. Og það er svo gaman hjá okkur.

Engin ummæli: