sunnudagur, 17. júní 2007

Ég komst ekki í gegnum lokasíuna, fékk 12 stig af tuttugu mögulegum, þau fjögur sem í gegn komust fengu 15 og 16 stig. Ég var því ekki mjög langt frá en dugði ekki til. Ég er gjörsamlega niðurbrotin manneskja, veit ekki í hvorn fótinn á að stíga, eða hvað gerist næst.

3 ummæli:

Hanna sagði...

Ég segi nú bara: "þetta er ekki gott" eins og hún mamma sagði svo oft. Svo það er bara ekkert annað að gera en að baka eina hvíta með sultu á milli, hella svo upp á góðan kaffibolla og njóta vel!

Ég er nokkuð viss um að það komi e-ð nýtt upp á teninginn og aldrei að vita nema að það verði 7!

Nú bulla ég nú bara, enda kominn með anatómíu upp í kok og flæðandi út um eyrun. Ég fer í prófið í fyrramálið í 4 tíma, svo að það er annað hvort að "do" núna eða "die" í sumarfríinu með anatómíuglósurnar.

Ég skal á morgun!!

Kys og kram
Hanna

Nafnlaus sagði...

Elsku frænka! Ekki veit ég hvort þetta eru áhrif frá mér eða bara rigningin en margir í kringum mig hafa lent í einu og öðru mis-skemmtilegu síðustu daga. Ég segi bara við þig eins og hina; Botninum er náð og leiðin getur aðeins legið uppá við héðan af! Hakuna matata!!

Nafnlaus sagði...

Æ, en leiðinlegt að heyra. Þú hefur samt verið mjög nálægt því að komast að. Vonandi lætur þú þetta ekki buga þig heldur tekst á við að finna plan B. Segi eins og Harpa, leiðin getur bara verið uppávið eftir þetta.
Knús og kossar frá mér,
Ólína