fimmtudagur, 7. júní 2007

Þá er bara verið að bíða eftir að heyra hvernig mér gekk í viðtalinu. Ég er ekkert of upplitsdjörf með það, þrátt fyrir að ég haldi að ég hafi staðið mig ágætlega þá voru lokaorð þeirra að það væru 60 umsækjendur en aðeins 4 stöður. Mér fannst dálítið eins og hún væri að segja mér að vera ekki of vongóð. ég er í smá limbói núna, er ekki með plan B tilbúið. Hvað um það, ég er í fríi, sólin skín og við erum að fara í pikknikk. Ta ra.

1 ummæli:

Hanna sagði...

Sæl og bless kæra vina. Hér kíki ég og kíki (kvitta ekki) en bíð spennt eftir að heyra hvað verður með starfið. Ekki trúi ég að þeir ætli að neita Íslending um starfið; vinnusemi okkar hefur farið sigurför um gervalla heimsbyggð og ekki að Wales undanskildu.

Ástarkveðjur héðan úr mollunni
Hanna