laugardagur, 26. júní 2004

Nú dynja mikil ósköp yfir heimsbyggðina. Það virðist sem svo að kakóuppskera allra landa suður-ameríku hafi brugðist í ár vegna einvherskonar sýkingar. Bein afleiðing er skortur á súkkulaði og hækkað verð á því litla sem verður framleitt. Ég er í önglum mínum. Ég held að þetta séu með verri fréttum sem ég hef heyrt lengi, lengi, lengi.

Ég fattaði í morgun að ég hafði ekki gert neinar ráðstafanir til að taka þátt í forsetakosningum. Maður hefði kosið Ólaf Ragnar, en bara vegna þess að hann er skástur af verri kostum, ég er alls ekki hrifin af Séð og Heyrt stælunum í honum og tel hann ábyrgan fyrir stórum hluta af þessu fáránlega trendi á Íslandi að reyna að vera frægur. Það er enginn frægur á Íslandi, að halda það og reyna er svo hallærislegt að ég næ ekki upp í nefið á mér. Ég kaus Guðrúnu Agnarsdóttur á sínum tíma og tel enn að hún hefði verið betri forseti.

Ég skrifaði langan pistil í gær en hann birtist aldrei. Kannski eins gott, ég var eitthvað að röfla um að langa á fyllerí á tuttuguogtveimur. Fyyllleeerííííí aaaaaahhhh.....

Engin ummæli: