mánudagur, 21. júní 2004
Jæja þá er maður bara búinn að fá vinnu og ekkert eftir nema bara að kaupa hús. Jamm, hún hringdi í mig frá Dollond & Aitchison og bauð mér starf sem gleraugnasölumaður. Ég þakkaði bara fyrir mig og á að mæta í vinnu á mánudaginn. Ég er svo að fara í fyrramálið til viðtals við dagmömmu sem ætlar vonandi að hafa Lúkas þá daga sem við Dave erum bæði að vinna. Dave ætlar svo að hafa Lúkas hjá sér frídagana sína þannig að við spörum bæði pening og þeir fá að leika sér saman. Sjálf er ég svona semí spennt fyrir vinnunni. Hún er vel staðsett í miðjum miðbænum og góður vinnutími og allt það, en ég sé mig einhvernvegin ekki fyrir mér sem gleraugnasölumann það sem eftir er. Ég þarf því að fara í það á fullt núna að komast inn í fjarnám til að fá master í "social work". Ég veit að það er eina leiðin til að ég verði 100% hamingjusöm, ef ég er að stefna að einhverju meira. Og svo að kaupa húsið. Á morgun. Eða núna á eftir kannski bara.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli