miðvikudagur, 23. júní 2004

Og þar sem að það er ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut að bíða þá fórum við í bankann í dag til að skoða hvað við getum raunsæjislega keypt okkur dýrt hús. Og við fyrsta útreikning sýnist oss sem svo að þetta hús sem mig langar svo í sé raunhæft. Kannski smá basl fyrst um sinn en hver baslar ekki fyrst um sinn? Og lengur? Alla vega þetta var bara fyrsta skoðun, nú eigum við pantaðan tíma hjá konunni sem sér um þetta allt saman í bankanum næsta fimmtudag. Og þá ætti að koma í ljós hvort við getum farið að skoða og gera tilboð. Vonandi bara að enginn annar vilji kaupa húsið. Ég get ekki um neitt annað hugsað. Ohhh.

Engin ummæli: