þriðjudagur, 15. júní 2004

Þá er Harpa litla Guðfinns eins og mamma kallar hana, orðin þrítug. Og er það vel, ekkert að því að eldast, ég er að minnsta kosti sátt við minn hlut.

Ég fór í atvinnuviðtal á líkamsræktarstöðinni núna áðan og gekk vel eins og alltaf, við sjáum svo hvað kemur út út því. Dave og Lúkas biðu eftir mér og við röltum um bæinn og fengum okkur kaffibolla á eftir. Sem var ljúft, sér í lagi þegar kaffikallinn hélt að ég væri Skoti. Það er alltaf gaman þegar ég get platað Bretann til að halda að ég sé innfædd.

Veðrið því miður aftur á útleið hjá okkur, eftir nokkra daga núna í röð í efri skala 20+ er núna orðið gráleitt og "muggulegt". Ég sem var farin að njóta þess að sitja úti í sólinni og er orðin vel brún á handleggjum og bringu. Ó, vell, sumarið er rétt óhálfnað enn og nógur tími.

Engin ummæli: