fimmtudagur, 10. júní 2004

Það gekk bara vel hjá okkur mæðginum í morgun að koma okkur af stað, við hefðum kannski þurft að vakna korteri fyrr en við munum það bara næst. Lúkas skemmti sér svo bara vel í passi hjá frænku sinni og litlum frændum tveim og mér leist ágætlega á vinnuna sem ég var að skoða. Og þeim virtist lítast vel á mig en það er nú líka búið að vera þannig í þessum viðtölum hingað til og enn enginn bitið. Við sjáum til.

Dave kom svo heim örlítið rykugur um hádegi. Ráðstefnan endaði á barnum sem var opinn og frír og mér sýndist að minn hafi nýtt sér það til hins ýtrasta. Og skil hann vel. Ég er farin að hlakka mikið til laugardagsins þegar við förum í brúðkaup. Bæði til að sjá hvernig allt fer fram, og til að komast í fín föt í partý. Mikið verður það gaman. Smá pása frá Babi Jones.

Engin ummæli: