þriðjudagur, 5. ágúst 2003

Hann Dave minn er búinn að bjóða vinafólki sínu (verðandi vinafólki míinu býst ég þá við) í mat. Hann er búinn að lofa hæfileika mína sem kokks í hástert og þau eru farin að hlakka til að smakka dásemdirnar. Ég aftur á móti er alveg í mínus því ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að bjóða upp á. Þarf ég að hafa "íslenskt eldhús"? Gera einhvern djúsí fiskrétt svona bara af því að ég er Íslendingur? Eða má ég hafa mangó kjúklinginn hennar Kristínar sem er víst sérlega góður þó hann sé nú ekki spes Icelandic? Ég veit það eitt að ég ætla að gera ostaköku í eftirrétt því hana geri ég vel og bæði erum við Dave sólgin í ostakökur. Kannski að ég skrifi bara upp lista af nokkrum for og aðalréttum sem ég veit að ég get gert góða og leyfi Dave að velja af listanum. Annars eru allar góðar hugmyndir vel þegnar.

Annars er ég hálf svekkt út í Ísland. Ég kom hérna gagngert til að gera það klárt að ég fengi fullt fæðingarorlof eins og ég tel mig eiga rétt á en strax við fyrstu stofnun í dag kom babb í bátinn. Ég er bara ekki viss um að ég geti dílað við eitthvað vesen núna því eins og áður hefur komið fram eru tárin fljót að koma ef eitthvað bjátar á og það gerðist einmitt í dag. Maðurinn hjá Fjölskyldu- og Styrktarsjóði sagði mér að ég hefði fengið rangar upplýsingar og að ég ætti ekki rétt á greiðslum úr þeim sjóði eins og þeir hjá KÍ höfðu sagt mér. Ég rétt náði að segja bless áður en ég brast í grát og ég er bara búin að vera niðurdregin allan dag út af þessu. Verst er að þegar ég er dán þá finnst mér ég líka vera ófríð. Eins og ég er búin að vera sæt núna mánuðum saman þá var ég voðaleg útlits í dag. Ekki gaman það.

Ég hitt i reyndar Ólínu í gær og það var alveg frábært því hún róaði mig voða mikið niður með þetta stress mitt um að eiga allan heiminn handa Babbie Jones. Maður þarf bara að eiga mjúka bómullargalla og þá eru þau sátt. Ég ræð við það. Ég er svo tilbúin að gefa honum alla mína ást og vona að það komi í staðinn fyrir veraldlega hluti. Vonandi er það nóg.

Engin ummæli: