miðvikudagur, 10. september 2003

Thetta byrjadi ekki vel hja mer i dag, en hefur nu heldur betur tekid kippinn upp a vid! Eg for nidur i morgun eftir ad hafa ryksugad uppi og strokid af vaskinum, og planid var ad horfa a This Morning sem er svona Island i bytid thattur, Bretland i bytid byst eg tha vid. Hvad um thad, eg sat tharna i rolegheitunum med kaffibolla thegar eg tok eftir einhverri hreyfingu vid gardinurnar. Eg stod upp til ad skoda hvad thetta hafdi verid thegar staersta kongulo sem eg a aevinni hef sed stardi illudlega a mig, sitjandi svona lika sallaroleg i midri gardinunni. Eg veit ad eg a thad til ad ykja en thad veit gud ad hun var a staerd vid undirskal. Eg sver thad, eg hef ekki sed svona flikki adur, ekki einu sinni i thaetti med David Attenborough. Jesus Wept! Mer fellust algerlega hendur, tharna sat hun og beid eftir fornarlambi (hundi eda einhverju sliku, svona rett i morgunmat) en eg for bara ad vola. Klukkan var ekki ordin 10 og Dave kaemi ekki heim fyrr en halfatta. Ekki gat eg setid uti i allan dag, thad er rigning. Eg gret og gret alveg i onglum minum, i adra rondina lomud af otta og hina klaejadi mig eftir ad komast burtu fra skepnunni, oskapnadinum. Hun sat tharna bara an thess ad hreyfa sig, og eg tok akvordun. Nu vaeri ad duga eda drepast. Thetta er mitt hus og thetta ferliki er ekki velkomid i mitt hus. Ut med hana, hvort sem er med godu eda illu, ut med hana. Eg fekk skyndilega hugljomun og stokk upp og nadi i ryksuguna sem eg hafdi verid ad nota. For nidur, stakk henni i samband, setti a fullt og sjupp! Ryksaug thessa donakongulo til dauda. Ha! Hun liggur nuna i rykkoggli i heittelskudu ryksugunni minni og mun engan hraeda framar! Sigur! Og eg ryksugadi nedri haedina svona i leidinni thannig ad thetta gaeti ekki hafa verid betra.

A laugardaginn sidasta a medan islenska thjodin fagnadi sigri (svona thvi sem naest , hvad er thetta?!) yfir Thodverjum i undankeppni fyrir Euro 2003, topudu Walesverjar fyrir Italiu 4-0. Lidinu hefur gengid serlega vel ad undanfornu og eygir enn moguleika a saeti i Portugal, hofdu unnid Itali 2-1 i fyrri leik lidanna og thessvegna var mikil spenna a heimilinu a laugardaginn. Og gud minn godur, sorgin thegar leik lauk. Eg er ekki viss um ad heittelskadi se enn buinn ad na ser. Hvad um thad, i kvold eiga their svo ad spila vid Finna (ekki Karls, thjodina) og eru nokkud vongodir um sigur. Ef their vinna eru their nokkud orugglega komnir til Portugal. En hvad gerist nu ef Island og Wales komast beadi til Portugal? Hvad tha? Eg veit ad Dave tekur thetta allt saman inna a sig mun meira en eg, thad skiptir hann i raun og veru mali hvort Wales vinni eda tapi. Mer er alveg sama. Eda svo helt eg. Eg var buinn ad segja vid hann ad Wales maetti alveg vinna Island, en thegar vid saum a textavarpinu ad Island hafdi stadid i harinu a Thjodverjum for um mig aegilegur hrollur thjodarstolts. Og audvitad vil eg Islandi allt, thar a medal ad vinna fotboltaleiki. Thannig ad ef svo fer ad Island tharf ad spila vid Wales tha aetla eg ad fylgjast med og aepa "Island, Island". Og hana nu. En i kvold er eg tilbuin hvort sem er med ad fagna med manninum eda bjoda honum oxlina til ad grata a.

Engin ummæli: