fimmtudagur, 11. september 2003

Heimthra ja. Hmm. Eg get ekki sagst ad eg se med heimthra. Eg elska Island. Eg er Islendingur. Og Thorlakshofn er best. Og fallegasti baer i heimi. En eg er ekki med heimthra. Eg er med folksthra. Eg sakna folksins mins stundum svo mikid ad eg get ekki einu sinni hugsad um thad. Verd bara ad stoppa og fara ad gera eitthvad annad. En thad sem er gott vid thad er ad tha skil eg og se enn betur hvad eg er astfangin af Dave, ef hann getur gert allt gott fyrir mig aftur.

Og Ras 2. Sidan ad eg byrjadi ad geta hlustad a utvarpid tha er allt einhvern vegin betra. Ser i lagi eftir ad eg heyrdi nyja lagid med Dukkulisunum. Gudi se lof ad eg er ekki a Islandi. Uff! Og frettavefurinn a ruv.is er svona attahundrud sinnum betri en mbl.is sem mer finnst alveg glatadur aflestrar.

En thad ma nu hafa fyrir satt ad lifid er skrytin skrufa. Gareth vinur hans Dave hringdi i gaer til ad bjoda okkur ut ad borda i naestu viku. Hann vildi endilega ad vid fognudum med honum nyja lifinu. Gareth thessi er doktor i efnafraedi og sidasta starfid sem hann hafdi var ad kenna vid King's College i London sem er ekkert smaraedi. Hvad um thad Gareth var ekki sattur, leid vel i London en var ekki viss um kennsluna og efnafraedina. Hann sagdi thvi upp og flutti til Italiu en fekk ekki vinnu thar og kom tha heim til Wrexham thar sem hann er buinn ad vera sidan um jol eda svo. Hvergi fann hann vinnu, allstadar var sama svarid: hann vaeri of haefur, of menntadur, of allt. I leidindum akvad hann ad gera upp loftid i husi modur sinnar og hafdi svo gaman af ad hann er nuna buinn ad fa inni sem smidsnemi a verkstaedi i London og aetlar ad gera innrettingar ad aevistarfinu. Og hann hefur ekki verid svona sattur i morg ar. Doktorsgradan komin a eldinn og bara byrja upp a nytt. Svona veit madur aldrei hvar madur endar eda hvert manni er stefnt.

Engin ummæli: