sunnudagur, 18. mars 2007Já hér er hann og bara nokkuð huggulegur lubbalaus.

Við fórum út í göngutúr þar eð hér er komið vor, sólin búin að skína í nokkurn tíma núna og lyktin af sumrinu var svona að gera sig handan hornið. Hvað haldiði að gerist svo í miðjum göngutúr? Jú það byrjar að snjóa. Veturinn bara aftur kominn og ég með ægilegan þvott tilbúinn til að fara á snúru!

Annars þá erum við Láki nú að koma heim í stutta heimsókn. Of stutta, ég get ekki séð að við getum neitt gert nema fagnað fermingu Kolbeins, en betra en ekki neitt. Við erum komin efitr miðnætti á föstudagskvöld og farin aftur fyrir hádegi á mánudag. Ég rétt næ að kaupa páskaegg og svo erum við farin aftur. Ummm páskaegg...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vei!!! Hlakka til að sjá ykkur :)