Við Lúkas fórum í víking til Íslands og gerðum þar gott. Ég held að það hafi bara aldrei tekist jafn vel og í þetta sinnið. Lúkas þurfti engan aðlögunartíma, var bara strax í stuði (með guði), dansaði við kirkjuklukkur í messunni hans Kolbeins og dansaði við nikkutóna í veislunni hans Kolbeins. Hann fór í sund með afa og ömmu, út í Skötubót þar sem hann stríddi sjónum, hitti alla ættingjana og skemmti sér konunglega. Þessi ferð var sumsé helguð fjölskyldunni algerlega, næst þegar við komum, um áramótin, þá reynum við að gera meira í að hitta vini. Það er svona smá ljúfsárt reyndar, hann bað um skóna sína í gær því hann var að fara að hitta ömmu (afi is gone fishing segir hann ) og hann vildi ekki skilja að það væri bara ekki hægt að skreppa í heimsókn. Gott að vita að hann saknar þeirra en sárt að geta ekki bara farið í heimsókn.
Það er bara núna er heim er komið sem hörmungarnar dynja yfir: Lúkas er kominn með hlaupabólu. Og engin amma og afi til að passa svo ég komist í vinnu. Ég hefði átt að skilja hann eftir.
2 ummæli:
Erum að prufa kerfið !
Æ,æ, grey kallinn. Ég hefði alveg getað hjúkrað honum. Ég er bara að hanga og hengslast um húsið.
Mamma
Skrifa ummæli