Jæja, þá er ég loksins komin aftur til vinnu eftir fyrst yndilsegt páskfrí og svo ferleg veikindi. Ég er hálfniðurdregin og er að láta mér detta í hug hormónavesen sem útskýringu. Ég neita að viðurkenna að ég sé tárvot allan daginn bara vegna þess að ég sakni Dave svo mikið. Nei, þetta hlýtur að vera bumbubúa að kenna.
Grannskoðaði mig alla í gær í leit að verksummerkjum um óléttu en finn því miður engin. Ég get ekki beðið eftir að maginn verði útstæður (ókei útstæðari!) og að fólk horfi á mig og viti að ég sé ófrísk. Mér finnst þetta svo æðilsega gaman. Fann reyndar einn löst; ég virðist vera búin að þróa upp ómætlstæðilega löngun í Lucky Charms. Get vart um annað hugsað. Mér finnst reyndar óréttlátt að skella skuldinni á óléttuna, ég man ekki betur en að mér hafi alltaf fundist Lucky Charms alveg ógeðslega gott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli