fimmtudagur, 22. janúar 2004

Gærkveldið nálgaðist það sem ég vil kalla fullkomnun. Barnið satt, sælt og sofandi í sínu rúmi, maðurinn að dúllast við tölvuna og ég fyrir framan sjónvarpið með Diet-Coke og popp horfandi á ER. Já, nýjasta serían byrjaði með hvelli, og þeir sýndu tvo fyrstu þættina "back to back". Ég veit bara fátt betra.

Einn af arkitekta þáttunum sem ég horfi mikið á var líka á skjánum. Í þetta sinnið var fylgst með pari sem var að byggja sér fullkomna penthouse íbúð í London. Þau eyddu tæpum 2 milljónum punda (260 milljón kall) í að ná fullkomnum. Til dæmis kostaði eldavélin þeirra 4 milljónir króna. Ókei þettta var geðveikislega flott eldavél, en samt. Það er helmingurinn af húsinu sem mig langar til að kaupa hér. Maður á erfitt með að samgleðjast svonalöguðu. Langar miklu frekar bara til að öfundast og vera með leiðindi. Og ég hugsa að meira segja Pollýönnu myndi líða þannig.

Engin ummæli: