fimmtudagur, 8. janúar 2004

Láki fór í vigtun og tjékk í gær og heldur bara áfram að stækka. Hann er núna 5.4 kíló og 61 cm. Alveg sérstaklega myndarlegur strákur. Við eigum svo að fara í dag saman í tjékk, hann fær fyrstu sprauturnar sínar og læknirinn spyr mig svo sjálfsagt hvernig ég hafi það. Við byrjum svo í barnanuddi mánudaginn 19.jan. Ég hlakka voðalega mikið til þess, að læra að nudda hann og vonandi kynnist ég fleiri kellingum. Ef það er snúið upp á hendina á mér þá verð ég víst að viðurkenna að það er enn það sem er aðeins að angra mig, hvað ég kynnist lítið fólki. Eins gott að mér finnst Dave svona skemmtilegur!

Engin ummæli: