þriðjudagur, 13. janúar 2004

Veðrið er búið að vera alveg hræðilegt í allan dag, svo vont að ég komst ekki út í göngutúrinn okkar Láka. Hann er líka búinn að vera ómögulegur í allan dag. Það er greinilegt að hann þarf á fersku lofti að halda. Í staðinn fyrir ferskt loft erum við búin að vera að fylla út ýmsar skattaskýrslur. Við komumst að því að Hr. Blair vill endilega láta okkur fá meiri pening fyrir Láka svo lengi sem við fyllum út allskonar pappíra. Mikið verk og flókið og ekki auðveldar milliríkjasambandið, sem við erum í, málið. En við höldum að það sé allt klappað og klárt núna og gæti verið okkur í hag. Sakar alla vega ekki að reyna.

Ég fékk auglýsingu inn um bréfalúguna í dag sem auglýsti fitubollufundi í samkomuhúsinu hér í Rhos. Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að kíkja. Það sakar ekki að vera í stuðningshóp og hver veit nema að maður hitti fólk sem manni líkar við. En það samt er ekki alveg það sem ég er að reyna, ég er ekkert endilega að reyna að léttast, ég vil breyta hugsunarhætti mínum og ég veit ekki hvort "Fat Friends" gera það með mér.

Engin ummæli: