þriðjudagur, 25. maí 2004
Ég setti mér ýmiskonar markmið í gær, þar á meðal að ganga í amk hálftíma á dag. Og þá á ég ekki við röltið sem ég og Lúkas stundum, heldur alvöru röska göngu þannig að maður svitni aðeins. Eg fór því í morgun og bankaði hjá Ceri til að sjá hvort hún vildi ekki með og hún var meira en til í það. Stakk upp á að fara upp á Rhos-fjall, það væri svona 40 mínútna gangur ef hana minnti rétt frá ferðum þangað í æsku. Við lögðum því vaskar af stað. Upp á við. Og hærra. Og aðeins lengra upp brekku. í 50 mínútur gengum við upp á við ýtandi vögnunum á undan okkur. En þess virði þegar upp var komið, útsýnið frábært, veðrið æðislegt og ég vissi að ég hefði gott af þessu. Við ákváðum að taka hring heim í stað þess að fara til baka. Og villtumst. Tveir og hálfur tími í bakaleið þangað til að við loksins komumst aftur heim. Og ég er algerlega búin á því. Rúmlega þriggja klukkustunda fjallganga var kannski helst til metnaðarfullt svona fyrsta daginn. Ég á eftir að vera stirð á morgun. En rjóð í kinnum og ánægð með sjálfa mig. Best að fara að baka brownies.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli