fimmtudagur, 6. maí 2004

Ég skemmti mér konunglega í mömmuleik í gær. Ceri kom með Kieron sinn og við vorum heillengi hérna heima að tala um börn og allt sem þeim tengist (mamma mía!) áður en við skunduðum svo niður í bæ til að skoða í búðarglugga. Það var alveg rosalega gott að fara í bæinn með einhverjum (stelpu), frekar en að stússast þetta ein alltaf hreint. Við ætluðum að finna eitthvað sniðugt sem við getum gert með strákunum en þeir eru bara eiginlega svo litlir ennþá. Ætli að við förum ekki í sund og eitthvað svoleiðis og svo er náttúrulega sumarið að koma og örugglega bara gaman að fara í garðinn eða á róluvöllinn aðeins að leika sér. Þeim kemur líka vel saman piltunum.

Það rignir núna. Best að leita í galdrabókinni minni að seið sem nær í sólina.

Engin ummæli: