Jæja, þegar sumarið kemur flettir maður af sér vetrarhamnum og kemur sér upp nýju lúkki, og svo getur maður heldur ekki verið minni maður en mamma manns! Ég er ekki alveg sátt við kommentakerfið en látum duga þangað til að ég nenni að pæla í því betur.
Ég sá á heimasíðu Íslendingafélagsins í London að þeir eru búnir að bjóða í árlega júróvisjón-partýið sitt. Svo vel er að því staðið þar að virt dagblöð eins og Guardian minnast á það sem ómissandi þátt í skemmtanalífi Lundúna. Ekki er svo hér. Ég er búin að vera að reyna að fá fólk í júróvisjón partý en alveg sama hvað ég útskýri þá segja allir bara, "en þetta er svo lélega lög" og, "en þetta er svo ofboðslega hallærislegt" en enginn fattar brandarann. Ég verð því víst að baka mína pizzu og horfa á Jónsa sigra (nú gerist það!) ein.
Annars þá var ég að spá í hvort ég ætti að ganga í félagið. Hálf tilgangslaust þar sem öll starfsemi fer fram í London og ég er ekkert að flækjast þangað neitt svo glatt. Ég reyndi að finna út hvort ekki væru bara Íslendingar í Wales svo ég gæti stofnað mitt eigið félag en ég er finn engann. Ég trúi því ekki að ég sé eini Íslendingurinn hérna. Ég veit að rúmlega 25.000 Íslendingar búa erlendis og það hljóta einn eða tveir að hafa lent hér. En hvernig að komast að því? Og afhverju að reyna að finna Íslending? Er bara ekki skemmtilegt að vera einstök? Ég veit ekki, en þetta kemur alltaf upp í mér öðruhvoru að finna einn í viðbót við mig.
2 ummæli:
Þú getur "hermt" eftir mömmu þinni í sambandi við kommentakerfið með því að hægrismella á síðuna og velja view source og finna hvar kóðinn er staðsettur. Þetta kerfi er ómögulegt...
Kveðja Magnþóra
Jæja, ég fékk svona anonymous kassa upp. Síðan þín er sæt og fín.
Mamma, sem viðurkennir ekki að sé lumma.
Skrifa ummæli