Mikil ósköp eru það að vera lítil þjóð sem á enga vini og nágranna til að gefa sér 12 stig. Við getum ekki einu sinni stólað á Norðurlandaþjóðirnar til að gefa okkur stig. Og Svíar! ja, ég get sko sagt ykkur að ég hef verslað í síðasta sinn í IKEA!
Listahátíð í Wrexham hefst í næstu viku, (er ekki einmitt listahátíð í gangi heima líka?) og ég er búin að finna nokkur atriði sem ég ætla að sjá. Germaine Greer (The Female Eunuch) heldur fyrirlestur og það langar mig að heyra, svo er klassísk tónlist á torginu og danskennsla fyrir alla sem endar með galadansleik. Ég þarf nú samt örugglega að finna mér herra fyrir það, ég sé minn mann ekki alveg fyrir mér svífa um í enskum vals. Ónei, ónei.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli