fimmtudagur, 27. maí 2004

Við horfðum á "When Harry met Sally" um daginn og það var gott að komast að því að hún er alveg jafn skemmtileg og þegar ég sá hana fyrst. Hefur elst mjög vel. Það sama er ekki hægt að segja um Police academy sem við horfðum líka á. Mér finnst samt eins og að það hafi verið meiri "sannleikur" í harry og sally, meiri svona viska sem átti að hjálpa manni í þessum kynjaleik, en svo er nú ekki. Ég hafði greinilega bara, í huganum, gert meira úr því þegar harry segir að konur og menn geti ekki verið vinir.

Ég hef greinilega verið of metnaðargjörn í göngutúrnum, núna eru komnir tveir dagar síðan ég fór í þann stóra og ég nenni enn ekki af stað. Ég er að reyna að segja mér að ef takmarkið var að ganga hálftíma á dag og ég gekk í 3 tíma á þriðjudaginn þá eigi í í raun 6 daga inni. En það virkar ekki þannig í alvörunni er það nokkuð?

Lúkas er núna byrjaður að puðra. Hann sagði "dadadadada" í nokkra daga en virðist núna vera búinn að uppgötva puðrið og hættir bara ekki. Ég veit að hann er bara að kanna þetta allt saman en ég get ekki að því gert en að finnast eins og hann sé að reyna að vera dóni þegar hann er með fullan munninn af gulrót, puðrar svo allt fer um allt og hlær svo brjálæðislega. Barnið er svo vel gefið, dónaskapur or not.

Engin ummæli: