fimmtudagur, 8. júlí 2004

Bretar bara kunna ekki að byggja hús. Við erum núna búin að skoða 3 og þau hafa verið hvert öðru ógeðslegra. Mér er svosem sama þó ég kaupi skítugt hús, ég get jú alltaf þrifið, en það sama gildir ekki um hús þar sem svefnherbergin eru svo lítil að þú kemur ekki fyrir rúmi. Eða þar sem eldhúsið er innan af klósettinu. Eða þar sem að rakaskemmdirnar eru svo miklar að manni verður óglatt af því að ganga um húsið. Eða að hvergi í húsinu sé pláss fyrir eldhúsborð og maður yrði að borða af hnjánum. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Hversvegna ekki bara að byggja hús þar sem venjulegt fólk getur búið? Ég er oft undrandi og/eða hneyksluð á ýmsu sem þeir taka sér fyrir hendur hérna en þetta tekur út fyrir allan þjófabálk. Verst er að þó við ættum pening fyrir nýju húsi þá eru þau alveg jafnasnalega byggð. Það er bara ekki sami standardinn hérna og heima og ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að því að beygja mig niður á þeirra level. Mig langar til að gubba. Og svo er líka skítaveður hérna. Þetta er nú meira ruglið.

Engin ummæli: